Sunddagurinn mikli á laugardaginn

Sunddagurinn mikli verður haldinn í Sundlaug Dalvíkur laugardaginn 29. september n.k. Frítt verður í sund og ræktina á opnunartíma frá kl 10:00 - 16:00. Í sundlauginni verður leiðbeining í sundi frá kl. 11- 12. Leiðbeinendur verða í ræktinni og Sundfélagið Rán mun veita viðurkenningar fyrir 200m, 400m og 1000 m sund. Einnig verða aðilar frá Toppmenn og sport kynna æfingafatnað og skó.