Sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Eftirfarandi sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð eru laus til umsóknar:
Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur í öll eftirfarandi störf er til og með 6. apríl nk

Hjá söfnum Dalvíkurbyggðar og í Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn - nánar hér

Um er að ræða störf frá 50-100% starfshlutfalli á virkum dögum og um helgar.
Starfsstöðvar eru Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Byggðasafnið Hvoll og Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í maí og geti unnið fram til ágústloka.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið í gegnum íbúagáttina í umsókninni Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð.

___________________________________________________________________________________

Sumarstörf hjá Eigna- og framkvæmdadeild - nánar hér

Starfsmenn starfa undir deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar.

Starfstími er frá 1. júní til 31. ágúst 2021 (eða eftir samkomulagi)
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn og velja þar Sumarstarf á eigna- og framkvæmdadeild

__________________________________________________________________________________

Flokkstjóri vinnuskóla - nánar hér

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laust starf flokksstjóra vinnuskóla.
Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd, sterkur leiðtogi og hafa áhuga á að vinna með ungmennum. 

Starfstími er 10 vikur, frá 31. maí – 13. ágúst 2021
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn og velja þar Flokksstjóri Vinnuskóla.

__________________________________________________________________________________

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir sumarstarfsfólki - nánar hér

Sumarstarfsfólk með íbúum í sjálfstæðri búsetu

Starfsfólk vantar í sumarafleysingar í 50-100% stöðuhlutfall til að sinna íbúum í sjálfstæðri búsetu/skammtímavistun.
Vinnutími er breytilegur og þurfa umsækjendur að hafa náð 18 ára aldri. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.

Sumarstarfsfólk í liðveislu

Starfsfólk vantar í sumarafleysingar í 50-100% starf við að leiðbeina fötluðum einstaklingum við vinnu og/eða að starfa í dagvist fyrir börn og unglinga.
Vinnutími er frá 8-16. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.

Upplýsingar um störfin gefur Þórhalla Franklín Karlsdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, í netfangið: tota@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4912

Sumarstarf í heimilisþjónustu

Starfsmann vantar í sumarafleysingar í 70% stöðuhlutfall til að sinna heimilisþjónustu. Vinnutími er á tímabilinu 8-16 virka daga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa bíl til umráða. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.

Upplýsingar gefur Arnheiður Hallgrímsdóttir, umsjónarmaður heimilisþjónustu hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, í netfangið: heida@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4914

Umsækjendur um sumarstörf hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn.
Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu.