Sumarstörf á umhverfis- og tæknisviði

Sumarstörf á umhverfis- og tæknisviði

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laust störf sumarstarfsmanna á umhverfissviði. Starfsmennirnir starfa undir umhverfisstjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 5 maí 2018.


Starfstími er frá 1. júní – 31. ágúst 2018


Hæfniskröfur
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Samskipta- og skipulagshæfni
• Góður kostur er að hafa bílpróf og dráttavélapróf (minna vinnuvélanámskeið)

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/  
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá.

Nánari upplýsingar veitir Valur Þór Hilmarsson (valur@dalvikurbyggd.is ), umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar