Sumarnámskeið barna - sund/leikjanámskeið

Skráningar á sund- og leikjanámskeið hefjast mánudaginn 25. maí. Tekið verður við skráningum og greiðslu þátttökugjalda í Sundlaug Dalvíkur.
Sundnámskeið barna árg. 2003 stendur alla daga frá 2. júní – 12. júní nema á Sjómannadag. Námskeiðsgjald er 5.000 kr, það skal greiða fyrir fyrsta tíma.
Sundnámskeið fyrir börn fædd 2004 verður 13. júlí – 17. júlí, þátttökugjald 2,500 kr.

Leiðbeinandi er Helena Frímannsdóttir íþróttakennari.

Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2000 – 2003 standa frá 22. júní – 3. júlí. Börn f. 2002 og 2003 eru kl. 10 – 12 og börn f. 2000 og 2001 eru kl. 13 – 15. Námskeiðsgjald er 4.500 kr.

Leiðbeinandi er Arnar Símonarson - Addi Sím.