Sumarleyfi sveitarstjórnar

Sumarleyfi sveitarstjórnar

Á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 20. júní síðastliðinn var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum sú tillaga að fresta fundum sveitarstjórnar í júlí og ágúst 2017, með vísan í 8. gr. í Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar. Jafnframt er byggðaráði falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fá afgreiðslu frá og með 21. júní 2017 til og með 31. ágúst 2017.