Styrktartónleikar í Víkurröst

Styrktartónleikar fyrir Stærri-Árskóg verða í Víkuröst á Dalvík sunnudaginn 16. desember kl 20.00. Fjöldi frábærra listamanna kemur fram s.s. Hundur í óskilum, Íris Hauksdóttir, Eyþór Ingi, Óskar Pétursson, Karlakór Dalvíkur og svo mætti lengi telja. Miðaverð á tónleikana er 1500kr. og er forsala hafinn í Olís á Dalvík. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.