Stefnumót norðaustan'10

Grannhorn boðar menningar- og listskapandi norðlendinga og austfirðinga til stefnumóts í Ketilhúsinu 29. maí næstkomandi. Markmiðið er að efla menningartengsl milli þessara landshluta og um leið að kynna það sem er að gerjast í hugskoti listamanna á svæðinu.

Haldin verður vegleg sýning í Ketilhúsinu, sem stendur allan laugardaginn, sýnendur hafa föstudaginn til að koma verkum sínum fyrir. Þar verða einnig tónlistaratriði, söngur, upplestur og dans. Dagskrá verður nánar auglýst síðar.

Auglýst er eftir listafólki úr öllum greinum; myndlist, ritlist, handverki, tónlist, söng, kveðskap, vísnagerð, skartgripasmíði og dansi, svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem hafa hug á að koma til stefnumótsins, tilkynni þátttöku til Gísla Sigurgeirssonar´í síma 462 6649, gis@simnet.is, eða til Signýjar Ormarsdóttur í síma 471 3230, menning@menningarrad.is .

Tilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 7. maí. 

Auglýsing