Starfsmannastefna Dalvíkurbyggðar samþykkt

Þriggja manna vinnuhópur úr hópi starfsmanna Dalvíkurbyggðar hefur um nokkurt skeið unnið að gerð starfsmannastefnu fyrir starfsmenn Dalvíkurbyggðar og samþykkti Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar heimild til bæjarráðs á 149. fundi sínum þann 19. september 2006 til að afgreiða Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar ásamt fylgiskjölum. Jafnframt var skipaður fimm manna rýnihópur sem las yfir starfsmannastefnuna en starfsmannastefnan nær til allra þeirra sem ráðnir eru til starfa hjá sveitarfélaginu, stofnunum þess og fyrirtækjum. Tilgangur og markmið með starfsmannastefnu er að gæta hagsmuna starfsmanna og vinnuveitanda.  Einnig er markmiðið með stefnunni að tekið sé faglega á starfsmannamálum hjá sveitarfélaginu og þar þróist fagþekking, verkkunnátta og starfsánægja

Starfsmannastefna Dalvíkurbyggðar var endanlega samþykkt á 386. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 5. október 2006.

Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar í heild sinni má finna hér.