Starfsmannabreytingar á Kátakoti

Starfsmannabreytingar á Kátakoti

Á morgun, föstudaginn 29. apríl, mun hún Elva Bára okkar kveðja okkur. Hún er að flytja aftur á æskuslóðir, til Breiðdalsvíkur. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið síðustu mánuði og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.

Á mánudaginn, 2. maí, tekur til starfa hjá okkur Þórunn Jónsdóttir grunnskólakennari. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.