Starfsmann vantar á skíðasvæðið í vetur

Óskum eftir að ráða starfsmann á skíðasvæðið í vetur. Um er að ræða um það bil 70% til 100% starf í Brekkuseli, lyftuvörslu og í afgreiðslu á skíðasvæðinu frá 1. janúar til 31. mars 2010.


Einnig vantar okkur starfsfólk um helgar í vetur í lyftuvörslu og afgreiðslu í Brekkuseli frá 1. janúar til 31. mars. Þessu starfi geta nokkrir aðila skipt með sér ef þess er óskað. Tilvalið fyrir þá sem vilja ná sér í aukapening með skóla eða annari vinnu.


Áhugasamir um þessi störf eru beðnir að hafa samband við Óskar í síma 8983589 eða 4661816 eftir kl. 18:00 á daginn.