Starfsmaður óskast í sumarstarf í heimilisþjónustu

Vantar þig vinnu í sumar? Starfsmaður óskast nú þegar í ca 50% starf við sumarafleysingar í heimilisþjónustu.


Heimilisþjónusta er afar gefandi og skemmtilegt starf fyrir félagslynda manneskju með góða þjónustulund. Starfið felst í að aðstoða aldraða og öryrkja á heimilum sínum við þrif, heimilisstörf og önnur tilfallandi verkefni. Getur hentað jafnt karli sem konu.


Allar frekari upplýsingar gefur Arnheiður Hallgrímsdóttir á bæjarskifstofu Dalvíkurbyggðar í síma 460 4914 milli klukkan
8:00 og 12:00. Einnig má senda umsókn og fyrirspurn á heida@dalvikurbyggð.is