Starfsmaður óskast á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar

Fræðslusvið Dalvíkurbyggðar óskar eftir starfsmanni, helst uppeldismenntuðum, til sérverkefnis í leikskólum. Um er að ræða tímabundið starf og er starfshlutfall 30 - 40%. Upplýsingar veitir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í síma 4604916. Umsóknir skulu sendar á hildur@dalvik.is  og verður mótttaka umsókna staðfest. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk.