Starfsdagur Dalvíkurbyggðar haldinn í annað sinn - þjónustan í forgrunni

Starfsdagur Dalvíkurbyggðar haldinn í annað sinn - þjónustan í forgrunni

Þann 29. janúar síðastliðinn var haldinn starfsdagur fyrir allt starfsfólk Dalvíkurbyggðar en þetta er í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn. Á starfsdeginum var áhersla lögð á kynningu og innleiðingu þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 19. maí 2015 og byggir þjónustustefnan á vinnu sem fram fór á starfsdeginum fyrir rúmu ári síðan. Það var Þór Clausen, ráðgjafi frá Capacent, sem stýrði vinnunni. 

Virðing, jákvæðni og metnaður einkenndi störfin á þessum degi og auðsjáanlegur mikill kraftur í fólki sem kom fram með fjölda hugmynda um það hvernig við getum bætt þjónustu jafnt út á við sem inn á við og jafnframt aukið enn við góðan starfsanda í stofnunum sveitarfélagsins.

Nú fer í hönd vinna við innleiðingu þjónustustefnunnar og munu stjórnendur hafa frumkvæði að því með starfsfólki á næstu mánuðum.