Sparisjóðurinn afhendir Dalvíkurbyggð sparkvöllinn

Fimmtudaginn 4. ágúst mun Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla afhenda Dalvíkurbyggð nýjan sparkvöll sem staðsettur er fyrir neðan Dalvíkurskóla. Sparkvöllurinn er gjöf frá Sparisjóðnum til Dalvíkurbyggðar og er hluti af sparkvallaátaki KSÍ.

Athöfnin hefst kl. 17:00 og stendur til 19:00 og verður skemmtilega dagskrá í boði Sparisjóðs Svarfdæla. Foreldrafélag knattspyrnudeildarinnar sér um að grilla pylsur og gefa svala með þeim, Skralli trúður kemur í heimsókn og yngstu flokkar, 5-8 ára, spila fótbolta. Þá mun Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri afhenda Valdimari Bragasyn bæjarstjóra sparkvöllinn og að því loknu mun fulltrúi frá KSÍ segja nokkur orð.

Við hvetjum alla til að mæta, njóta veitinga og skemmtunar og sjá þennan nýja og frábæra sparkvöll.