Sparisjóður Svarfdæla gefur sparkvöll

Sparisjóður Svarfdæla gefur sparkvöll

Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla fór fram í gær og á þeim fundi var samþykkt að gefa Dalvíkurbyggð upphitaðan og flóðlýstan knattspyrnuvöll í tilefni af góðri afkomi sjóðsins í fyrra.

Sparkvöllurinn er hluti af sparkvallarátaki KSÍ og verður hann staðsettur á Dalvík. Valdimar Bragason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, veitti gjöfinni viðtöku en sveitarfélagið mun annast rekstur mannvirkisins.

Sparkvöllurinn á að vera 18 x 33 m að stærð og er áætlað að hann verði tilbúinn snemmsumars. Samkvæmt samningi við KSÍ mun sambandið leggja til gervigras af bestu gerð á völlinn og er það þegar komið til Dalvíkur. Sparisjóður Svarfdæla kostar allt annað við framkvæmdina og hefur þegar samið um framkvæmd verksins. Í heild mun kostnaður við verkefnið um 10 milljónir króna.