Söngkeppni Týs

Kæru vinir. Miðvikudaginn 11.janúar verður haldin undankeppni fyrir söngkeppni Norðurlands hjá okkur í Tý. Sigurvegarinn í þessarri keppni mun keppa fyrir hönd okkar í Miðgarði (Skagafirði) 27.janúar en þar mun norðlensk æska etja kappi. Sigurvegarinn þar keppir svo á söngkeppni Samfés. Allir áhugasamir hafið samband við Magga fyrir 9.janúar. Um leið og söngkeppnin er í Miðgarði verður ógurlegt ball sem þið þekkið sem litla Samfés. Sala miða á það verður von bráðar.