Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlaunanna 2014

Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlaunanna 2014

Á föstudaginn síðasta voru í þriðja sinn afhent verðlaun og viðurkenningar um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Alls bárust valnefnd 50 tilnefningar, þar af tvær úr Dalvíkurbyggð; Mín Dalvíkurbyggð og Söguskjóður.  Var Söguskjóðuverkefnið okkar tilnefnt og fékk sérstaka viðurkenningu en nýsköpunarverðlaunin 2014 fékk Landsspítali Háskólasjúkrahús.