Snjómokstur

Snjómokstur

Nú er snjómokstur að hefjast af fullum þunga í sveitarfélaginu eftir stórrhríð síðustu viku. Allar aðalleiðir hafa þegar verið ruddar og nú hefst einnig mokstur á öðrum leiðum. Óvíst er hvenær mokstri lýkur en snjómagnið er slíkt að mögulega þarf að byrja að keyra snjó út úr bænum þar sem ekki er lengur pláss fyrir ruðninga í einstaka götum. Sveitarfélagið hefur ákveðnar viðmiðunarreglur í gildi varðandi snjómokstur og í hvaða röð götur eru mokaðar og er íbúum bent á að kynna sér þær reglur. Hægt er að gera það með því að smella hér.