Slökkviliðið í heimsókn í leikskólann

Slökkviliðið í heimsókn í leikskólann

5 ára börn á Kátakoti og Leikbæ fengu í dag heimsókn frá slökkviliðinu. Þau fengu fræðslu meðal annars um hvernig skal bregðast við ef kviknar í, þeim var sagt frá reykskynjurum og slökkvitækjum, slökkviliðsmaður klæddi sig í búnaðinn og sýndi þeim, svo fengu þau að fara út og skoða slökkviliðsbíl undir leiðsöng Sigurðar. Þessi heimsókn til elstu barnanna er árleg og þessari heimsókn eru systkinin Logi og Glóð kynnt. Til að fræðast meira um Loga og Glóð má smella hér