Skrúðganga Krílakots og Kátakots 14. júní 2013

Föstudaginn 14. júní fara leikskólarnir Kátakot og Krílakot á Dalvík í skrúðgöngu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er þann17 júní. Þetta er tuttugasta skiptið sem skrúðganga er farin frá Krílakoti að þessu tilefni.
Eins og áður ætlar Kátakot að slást í hópinn og höfum við komið okkur saman um að lagt verði af stað frá Krílakoti 09:30 og komið við hjá Kátakoti. Sungið verður við ráðhúsið og svo við Dalbæ. Þar skiljast leiðir, Krílakots börn og starfsfólk heldur heim og Kátakot heldur för sinni áfram sem leið liggur.


Foreldrum er velkomið að slást í hópinn.


ATH
Munið að leikskólarnir eru lokaðir mánudaginn 17. júní