Skrúðganga í tilefni af 17. júní

Skrúðganga í tilefni af 17. júní

Í dag fórum við í hina árlegu sameiginlega skrúðgöngu með krílakoti í tilefni af 17. júní. Kríló kom til okkar og við bættumst í lestina, síðan röltum við saman að ráðhúsinu og sungum þar og gaman var að sjá hversu margir gáfu sér tíma í að koma út og hlusta á okkur Þá lá leiðin á Dalbæ þar sem bæði heimilisfólkið og starfólk gaf sér einnig tíma í að koma út, tilla sér í sólskininu og hlusta á okkur syngja Síðan skildu leiðir og ákváðum við að enda sönginn í Samkaup/Úrval við góðar undirtektir kúnna og starfsfólks. Skemmtilegur dagur