Skrúðganga

Á morgun, fimmtudaginn 16. júní, verður farið í hina árlegu skrúðgöngu leikskólanna Kátakots og Krílakots. Lagt verður af stað frá Kátakoti um kl. 9:30 og haldið að Krílakoti þar sem börn og starfsfólk þar mun bætast í lestina. Síðan verður marserað eitthvað um bæinn eins og vanalega, komið við á Dalbæ, í Kaupfélaginu og Ráðhúsinu svo eitthvað sé nefnt. Vonum að sjálfsögðu að við fáum dýrindis veður en erum þó ýmsu vön á þessum degi. Gleðilega þjóðhátíð þann 17. júní!!