Skólasetning og opið hús í Árskógarskóla

Föstudaginn 7. september 2012 verður skólasetning og opið hús í Árskógarskóla frá kl. 8:15-12:00. Árskógarskóli er nýr skóli í Dalvíkurbyggð fyrir börn á aldrinum 9 mánaða til 12 ára. Heimasíða skólans er www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli

Gunnþór Eyfjörð, skólastjóri skólans, mun setja skólann formlega kl. 9:15 með nokkrum orðum. Setningin verður úti og því eru gestir beðnir um að klæða sig eftir veðri. Síðan er gestum boðið að skoða nýtt skólahúsnæði og kynna sér betur starfsemi skólans.