Skólar Dalvíkurbyggðar flagga grænfána

Skólar Dalvíkurbyggðar flagga grænfána

Síðastliðinn miðvikudag, 28. maí, var sannkölluð grænafánahátíð í Dalvíkurbyggð en þá flögguðu allir skólar sveitarfélagsins Grænfánanum í annað sinn. Gerður, sem er starfsmaður Landverndar, heimsótti alla skólana og afhenti börnum og starfsfólki Grænafánann fyrir góða frammistöðu í menntun í sjálfbærri þróun og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólana og í nærsamfélaginu.