Skólamáltíðir í Dalvíkurskóla

Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um skólamat sem framreiddur er í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Í frétt Ríkisútvarpsins var tekið svo djúpt í árinni að nemendur skólans fúlsi við matnum. Staðreynd málins er hinsvegar sú að nemendum hefur fjölgað í skólamat eftir að ábendingum skólans um það hvað betur mætti fara var komið á framfæri við forsvarsmenn SS. Samningur skólans við verktaka rennur út árið 2008. Á fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl. gerði skólastjóri grein fyrir endurbótum á matseðli mötuneytis skólans og samstarfi við verktaka. Skólastjórnendur sáu ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnir með áframhaldandi samstarf við SS.