Skólabúðir í fullum gangi

Skólabúðir í fullum gangi

Nú standa yfir skólabúðir á Húsabakka. Um 40 nemendur úr sjöunda bekk Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Valsárskóla á Svalbarðsströnd dvelja þessa vikuna á Húsabakka við leik og nám af ýmsum toga. Ekki er annað að sjá og heyra en að krakkarnir séu himinsæl með dvölina og sinni verkefnum af áhuga og einbeitni. Búðunum lýkur á föstudaginn.

 
Krakkarnir hlusta einbeitt á Friðjón Sigurvinsson fara yfir grundvallaratriði í starfsemi björgunarsveita