Skólabúðir á fullu á Húsabakka

Skólabúðir á fullu á Húsabakka

 

Þessa vikuna dvelja nemendur 7. bekkjar Dalvíkurskóla ásamt 7. bekk Árskógarskóla og Grenivíkurskóla saman í skólabúðum á Húsabakka við nám, leik og störf af ýmsum toga.


Í gegn um tíðina hafa 7. bekkingar í Dalvíkurskóla farið í árvissar skólabúðir sínar að Reykjum í Hrútafirði en nú hefur verið tekin upp ný stefna og ákveðið að leita ekki langt yfir skammt á meðan öll aðstaða er fyrir hendi í sveitarfélaginu.


Utan námstíma, sem bæði kennarar úr Dalvíkurskóla og utanað komandi aðilar sjá um, standa foreldrar krakkanna vaktir og sjá auk þess um alla aðdrætti og matseld og akstur til og frá staðnum. Með þessu fyrirkomulagi getur skólinn boðið nemendum upp á skólabúðir fyrir umtalsvert lægra verð en greitt hefur verið fram að þessu og sparað auk þess fjárhæðir sem nýta má með öðrum hætti í skólstarfinu