Skóflustunga við Lokastíg 3

Skóflustunga við Lokastíg 3

Þann 10. apríl var fyrsta skóflustungan tekin á Dalvík að leiguíbúðum fyrir ungmenni með sérúrræði við Lokastíg 3 á Dalvík. Um er að ræða annars vegar 5 íbúða raðhús með sjálfstæðri búsetu og hins vegar 2 íbúða hús með þjónusturými ætlað einnig fyrir skammtímavistun félagsmálasviðs.  Það var Valdís Guðbrandsdóttir, formaður stjórnar leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. sem tók fyrstu skóflustunguna.  Samkvæmt verksamningnum eru verklok og afhending húsanna 31.  október 2019.

Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdarstjóri Kötlu ehf. fylgir Valdísi Guðbrandsdóttur að gröfunni fyrir fyrstu skóflustunguna.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs tók til máls við þetta hátíðlega tilefni

Teikning Lokastígur 3