Skipulagsbreytingar á fræðslusviði - til upplýsinga

Skipulagsbreytingar á fræðslusviði - til upplýsinga

Á grundvelli þess að engin umsókn barst um starf skólastjóra Árskógarskóla lagði fræðsluráð til að Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, tæki að sér stjórnun á Árskógarskóla í eitt ár samhliða starfi sínu sem skólastjóri Dalvíkurskóla og að ráðinn verði deildarstjóri í Árskógarskóla tímabundið.

Þá lagði fræðsluráð einnig til að ekki verði ráðinn kennsluráðgjafi/sérfræðingur á skólaskrifstofu og að þau mál verði leyst bæði innanhúss og með utanaðkomandi þjónustu næsta skólaár.
Byggðaráð samþykkti svo samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs myndi vinna áfram með vinnuhópi um kortlagningu á sérfræðiþjónustu starfsmanna sveitarfélagsins er vinna með börnum og ungmennum. 

Gísli Bjarnason,
sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs