Skemmtileg heimsókn

Skemmtileg heimsókn

Byggðaráð fékk óvænta heimsókn inn á fund í morgun. Tveir jólasveinar höfðu villst óvænt til byggða og glöddu byggðaráðsmenn með nærveru sinni og færðu þeim köku að glaðningi. Eins og sjá má á myndinni þá gleðjast jafnan stórir og smáir þegar þessir góðu sveinar fara að sjást á vappi um þetta leyti.