Skemmtikvöld á Höfðanum

Fjórða árið í röð standa velunnarar samkomuhússins Höfða fyrir skemmtikvöldi á Höfðanum. 

Skemmtikvöldið verður haldið laugardagskvöldið 27. ágúst næstkomandi.

Ýmsar uppákomur, svarfdælsk skemmtiatriði, glæsilegir munir boðnir upp, gangnastemmning, tombóla og fleira.

Allir mega koma með nesti og nýja skó að eigin vali, en boðið verður upp á kaffi, djús og vatn á staðnum.

1.000,- kr. borga fullorðnir
500,- kr. yngri en 12 ára
ATH enginn posi á staðnum.

Öll innkoma skemmtikvöldsins rennur óskipt í endurreisnarsjóð Höfða, en allir sem koma að skemmtikvöldinu gefa vinnu sína. Þeim sem ekki komast á skemmtikvöldið en vilja styrkja endurreisnarsjóð Höfða er bent á reikningsnúmerið 1177-05-404821, kt. 480581-0599.

Sjáumst hress á Höfðanum!
Velunnarar Höfðans.