Skemmtikvöld á Höfðanum

Þriðja árið í röð standa velunnarar samkomuhússins Höfða fyrir skemmtikvöldi á Höfðanum sem að þessu sinni verður haldið laugardagskvöldið 29. ágúst kl. 20:00.
Ýmsar uppákomur, svarfdælsk skemmtiatriði, glæsilegir munir boðnir upp, gangnastemmning, tombóla og fleira.

Allir mega koma með nesti og nýja skó að eigin vali, en boðið verður upp á kaffi, djús og vatn á staðnum.

1.000,- kr. borga fullorðnir
500,- kr. yngri en 12 ára
ATH enginn posi á staðnum.

Öll innkoma skemmtikvöldsins rennur óskipt í endurreisnarsjóð Höfða, en allir sem koma að skemmtikvöldinu gefa vinnu sína. Þeim sem ekki komast á skemmtikvöldið en vilja styrkja endurreisnarsjóð Höfða er bent á reikningsnúmerið 1177-05-404821, kt. 480581-0599.

Sjáumst hress á Höfðanum!
Velunnarar Höfðans.