Sjómannadagurinn 2012

Slysavarnadeild Dalvíkur og Dalvíkurkirkja halda að venju Sjómannadaginn hátíðlegan og bjóða gesti og gangandi velkomna.

Dagskrá:

Laugardaginn 2. júní

Skemmtisigling frá ferjubryggjunni kl. 10:00 með Grímseyjarferjunni Sæfara og hvalaskoðunarbátnum Draum. Hvetjum alla bátaeigendur til að slást með í för!

Sunnudagurinn 3. júní

  • Sjómannamessa í Dalvíkurkirkju kl. 13:30. Séra Hulda Hrönn Magnúsdóttir predikar og séra Magnús G. Gunnarsson þjónar fyrir altari. Kórar Dalvíkurkirkju og Árskógskirkju sjá um sönginn.
  • Blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn.
  • Hið rómaða kaffihlaðborð Slysavarnardeildarinnar verður í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju frá kl. 14:30-17:00. Verð kr. 1.500kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6- 12 ára. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Ekki posi á staðnum.
  • Ef veður leyfir verður eitthvað við að vera fyrir börnin í kirkjubrekkunni.