Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar

Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar

Náttúrusetrið hefur undanfarin ár fengið hóp af sjálfboðaliðum sem starfa hjá Umhverfisstofnun til að leggja stíga og uppræta lúpínu innan marka Friðlandsins. Nú eru hér staddir fimm sjálfboðaliðar frá Englandi, Þýskalandi og USA. Í gær stikuðu þeir leiðina frá Árgerið fram að Húsabakka og lögðu brú yfir sýki sunnan við Árgerði. Enn er eftir að brúa Holtsána til þess að stígurinn sé fær þurrum fótum alla leið en leiðin er frábærlega falleg og fuglalífið stórfenglegt.