Síðasti fundur bæjarstjórnar 2002-2006

Síðasti fundur Bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar 2002-2006 var í gær, 23. maí 2006. Meðfylgjandi mynd tók Þorsteinn Björnsson af bæjarstjórn í lok fundar.

Kristján Ólafsson stóð upp í lok fundar og þakkaði bæjarfulltrúum gott samstarf á yfirstandandi kjörtímabili og þakkaði forseta bæjarstjónar góða fundarstjórn. Undir orð hans tóku þau Arngrímur V. Baldursson, Marinó Þorsteinsson, Óskar Gunnarsson Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Jónas Pétursson, Helga Berglind Hreinsdóttir og Valdimar Bragason. Svanhildur Árnadóttir þakkaði hlý orð í sinn garð og óskaði þeim velfarnaðar sem taka við stjórn Dalvíkurbyggðar á næsta kjörtímabili.