Síðasti dagur Jackson í Kátakoti

Síðasti dagur Jackson í Kátakoti

 

Í dag er síðasti vinnudagur Jackson í Kátakoti. Við leystum hann út með smá gjöfum frá okkur kennurunum, m.a. Krumma sem er íslensk hönnun. Börnin kvöddu með söng þar sem þau sungu lagið Takk sem er eitt af uppáhaldslögum Jackson og svo fékk hann að sjálfsögðu knús frá okkur öllum. Við biðum lengi eftir komu hans og sjáum ekki eftir því. Það verður sárt að missa hann frá okkur en hann flytur aftur til Danmerkur um miðjan júlí. Þangað til ætla þau skötuhjúin að ferðast um Ísland. Við þökkum Jackson kærlega fyrir yndislegan tíma sem hann var með okkur hér og óskum honum alls hins besta í Danmörku.