Síðasta reiðnámskeið sumarsins

Í sumar hafa verið haldin reiðnámskeið á vegum Æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Hrings og hafa þau verið ágætlega sótt. Nú er síðasta námskeiðið að hefjast en það verður haldið dagana 17.-24. ágúst. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Sveinbjörn Hjörleifsson og er námskeiði kennt út frá hesthúsahverfinu í Hringsholti. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í símum 466 1679 og 861 9631.