Sexting – hvað er það? Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin!!

Kæru foreldrar/forráðamenn

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar, í samvinnu við Dalvíkurskóla, bíður grunnskólabörnum í 5. - 10. bekk sem og foreldrum/forráðamönnum uppá fyrirlestra, fimmtudaginn 26. mars 2015 sem bera heitið: „Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið“. Um fræðsluna sér Þórdís Elva Þorvaldsdóttir en hún er höfundur verðlaunamyndanna „Fáðu já“ og „Stattu með þér“

Fyrirlestrarnir fyrir grunnskólanemendur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla verða á fimmtudagsmorgun en foreldrafræðslan verður í Bergi menningarhúsi frá kl 12:15-13:15.

Aðgangur er ókeypis og hvetjum við foreldra/forráðamenn og alla þá sem áhuga hafa á að mæta á þessa góðu og þörfu fræðslu.

Hvað er sexting?
Sexting er enskt orð sem samanstendur af orðunum „sexual“ og „texting“. Um er að ræða kynferðisleg smáskilaboð, oft ljósmyndir, sem sýna nekt eða eru með kynferðislegum undirtóni. Skilaboðin eru yfirleitt ætluð einni manneskju, þótt raunin sé sú að sexting myndir fari í mörgum tilvikum á flakk.

Sexting eða að skiptast á nektarmyndum meðal barna og unglinga er sífellt meira í umræðunni, enda getur það haft alvarlegar afleiðingar. Besta forvörnin er að upplýsa foreldra og hvetja til vitundarvakningar með því að fræða fólk. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert að aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á netinu.

Hægt er að lesa sér til um fyrirlesturinn á slóðinni http://www.vodafone.is/samskipti/heilraedi/sexting/  

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar