Selur í höfninni á Dalvík

Þessi ágæti selur gerði sig heimakominn í höfninni á Dalvík nú eftir hádegi. Starfsmaður Dalvíkurbyggðar tók meðfylgjandi mynd af selnum sem sagður var afar gæfur, svo gæfur að hægt var að klappa honum. Hann lét sér ekki nægja að synda í sjónum heldur vippaði sér upp á flotbryggjuna og heilsaði þar upp á bæjarbúa.