Sannur jólaandi

Í ár sem undanfarin ár hefur félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar borist góðar gjafir til handa þeim einstaklingum í sveitarfélaginu sem þurfa hjálp fyrir jólin. Við þökkum eftirtöldum fyrirtækjum og félagasamtökum kærlega fyrir;

-Samherji
-Salka fiskmiðlun
- Líknarfélagið Stapar
- Lionsklúbburinn Sunna
- Starfsmannafélag Björgvins EA 311

Auk þessara fyrirtækja hefur fjöldi einstaklinga í sveitarfélaginu komið með matargjafir, peningagjafir og jólapakka og er yndislegt til þess að vita að sveitarfélagið okkar búi yfir svo miklum mannauð og yndislegheitum. Innilegar þakkir til ykkar allra

Sviðsstjóri félagsmálasviðs