Samherji 30 ára - glæsileg aðkoma að Fiskideginum mikla

Samherji 30 ára - glæsileg aðkoma að Fiskideginum mikla

Dalvíkurbyggð óskar Samherja til hamingju með 30 ára afmælið og þakkar sérlega glæsilega aðkomu að Fiskideginum mikla 2013 af því tilefni en Samherji er bæði gestgjafi og einn af aðalstyrktaraðilum Fiskidagsins mikla. Í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins bauð það uppá stórglæsilega tónleika, Freddi Mercury show,  og flugeldasýningu að þeim loknum. Talið er að að hið minnsta hafi 25.000 manns verið á tónleikunum og aldrei í sögu Dalvíkur hafa jafnmargir verið samankomnir á einum og sama staðnum. Þetta var einstaklega flott dagskrá og ánægjan gestanna mikil. Fólk á öllum aldri skemmti sér saman og allt fór afar vel fram og umgengni til mikillar fyrirmyndar.