Sameiginlegt afmæli október- og nóvemberbarna

Sameiginlegt afmæli október- og nóvemberbarna

Í dag héldum við sameiginlega afmælisveislu fyrir börnin sem áttu afmæli í október og nóvember hjá okkur. Þetta var heldur betur fjöldi því 2 börn áttu afmæli í október, þau Bryndís Lalita og Matthías Helgi og svo voru þau hvorki fleiri né færri en 9 sem áttu afmæli núna í nóvember. En það eru Lilja Rós, Hildur Inga, Pálmi Þór, Þorri Jón, Kristján Sölvi, Jóhanna Fönn, Heiðrún Elísa, Víóla Mjöll og Orri Freyr. Börnin buðu að venju upp á ávaxtaspjót sem búið var að gera fyrir þau. Við óskum öllum þessu börnum innilega til hamingju. Í dag var einnig náttfatadagur eins og sjá má á myndunum.