Sameiginlegt afmæli í nóvember

Sameiginlegt afmæli í nóvember

Nóvember var annasamur mánuður í afmælum hjá okkur en það eru alls 8 börn sem eiga afmæli þá. Það eru þau Bjarki Freyr, Guðmundur Árni, Ester Jana,  Björn Emil og Guðrún Erla sem öll urðu 5 ára og Lilja Rós, Jóhanna Fönn og Heiðrún Elísa sem allar urðu 4 ára. Við héldum sameiginlega afmælisveislu í gær fyrir þessi börn þar sem þau buðu upp á ávaxtaspjót og svo var afmælissöngurinn sunginn fyrir þau. Við óskum afmælisbörnum mánaðarins innilega til hamingju með áfangann.

Í gær bökuðu börnin piparkökur með okkur sem þau máluðu svo í dag. Þetta var notaleg stund sem gekk eins og í sögu og skemmtu allir sér konunglega. Það eru komnar myndir inn á myndasafnið frá síðustu dögum.

Með ósk um góða aðventubyrjun, eigið góða helgi.

Kennarar Kátakots