Sameiginleg afmælisveisla maí- og júníbarna

Sameiginleg afmælisveisla maí- og júníbarna

Í gær, 13. júní, héldum við sameiginlega afmælisveislu fyrir afmælisbörn maí og júní mánaða. Það eru 7 börn hjá okkur sem eiga afmæli í þessum mánuðum, 3 af hvorri deild. Það eru þau Hlynur Freyr sem varð 6 ára 3. maí, Þuríður Oddný sem varð 5 ára 5. maí, Agla Katrín sem varð 5 ára 15. maí, Birna Lind sem varð 5 ára 19. maí, Magdalena sem varð 6 ára 8. júní, Erik Hrafn sem verður 6 ára 18. júní og Roksana sem verður 6 ára 28. júní. Það voru aðeins 3 dömur mættar þegar veislan byrjaði svo við sungum bara fyrir þær og þær buðu börnunum svo upp á ávaxtaspjót. Við óskum öllum þessum frábæru afmælisbörnum innilega til hamingju með afmælin sín.