Rokkhátíðin 2014

Rokkhátíð Dalvíkur/Reynis og Bruggsmiðjunnar 2014 verður haldin í Árskógi laugardaginn 22.mars. 

Úrvalssöngvarar úr byggðarlaginu stíga á stokk og taka fjörug lög við undirleik heimahljómsveitarinnar Byltingar. Stanslaust stuð og taumlaus gleði. Kynnir kvöldsins er hinn eini sanni Kristinn Ingi Valsson og sér hann um að dagskráin gangi vel fyrir sig. Dansleikur á eftir með Byltingu.

Miðaverð er 3.000 kr fyrir skemmtun og ball. Miði á ballið er á 2.000 kr. Miðar verða seldir í forsölu. Miðapantanir berist á e.mailið snorrieh91@gmail.com . Pantið tímanlega - í fyrra var uppselt.