Rjúpnakveðjur frá Veðurklúbbnum

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur sent frá sér veðurspá nóvembermánaðar en klúbbfélagar töldu að októberspáin hefði gengið nokkuð vel eftir. Tungl kviknar 9.nóvember í N.V. og telja menn það allgóðs viti. Nóvember segja þeir að verði ekki ósvipaður og október, nema kaldari. Umhleypingar verða, og golusamt, éljagangur dag og dag með norðan áttum, annars verði sunnanáttir í meirihluta. Að lokum sendir klúbburinn rjúpnakveðjur með veðurspá nóvember mánaðar.