Rimar og Hamarinn í Gönguviku

Á morgun, fimmtudaginn 30. júní verður gengið á Rimar og Hamarinn í Gönguviku Dalvíkurbyggðar.

Gengið á Rima(r). Fjórir skór
Farið upp frá bænum Hofi í Svarfaðardal kl 10:00, gengið upp með Hofsánni að Goðafossi, áfram upp með Hofsskálinni sunnanverðri með stefnu á fjallsöxlina milli Messuhnjúks og Rima. Af Rimum er víðsýnt í allar áttir yfir Svarfdælska byggð og vítt um Norðurland allt að Herðubreið.


Gengið um Hamarinn, undir Uppsalahóla að Völlum. Einn skór
Lagt verður upp frá gömlu malarnámunum norðan við Skáldalæk kl. 21:00. Gengið upp á Hamarinn. Þaðan blasir við fagurt útsýni inn í Svarfaðardal og ekki síður út yfir Dalvík og út Eyjafjörð. Gengið suður að Uppsalahólum, sem er myndarlegt framhlaup í Vallafjalli. Göngunni lýkur á hlaðinu á Völlum

Allar nánari upplýsingar á www.dalvikurbyggd.is/gonguvika