Reykjaheiði og Melrakkadalur í Gönguviku Dalvíkurbyggðar

Í dag, mánudaginn 27. júní verða gengnar tvær göngur í Gönguviku Dalvíkurbyggðar.

Kl. 10:00 verður gengið á Reyjaheiði, en keyrt verður frá Sundlaug Dalvíkur kl. 10:00 að Reykjum í Ólafsfirði. Gengin er gamla póstleiðin milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar. Fallega vörðuð leið. Hér lét Davíð sig dreyma um dalakofan.

Kl. 16:00 verður genglið á Melrakkadal en lagt verður upp frá bílastæði skammt utan og ofan við Dalvíkurkirkju. Brimnesá í fögru gljúfri. Framhlaupið Upsi og Melrakkadalur. Hulduheimar og huldusögur sem tengjast staðnum.