Reglur um úthlutanir úr afreksmanna - og styrktarsjóði

Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að samþykktar voru breytingar á reglum um úthlutanir úr afreksmanna- og styrktarsjóði 03.12.2002. Fyrir mistök voru eldri reglur um úthlutanir úr afreksmanna - styrktarsjóði ekki teknar út af heimasíðu Dalvíkurbyggðar, en þær voru síðan 1998. Það hefur nú verið leiðrétt og eru nýjustu reglur þessu viðkomandi nú þar inni. Ef þið viljið kynna ykkur þessar reglur þá er hægt að smella hér.