Regína Ósk skemmtir í Sundlaugarfjöri


Regína Ósk mun skemmta gestum í Sundlaugarfjöri á 17. júní í Sundlaug Dalvíkur. Fjörið, sem ætlað er fólki á öllum aldri, hefst kl. 18:30. Dalvík/Reynir mun hefja saundlaugarfjörið með grillveislu þar sem hægt verður að kaupa hamborgara, pylsur, gos, tvennutilboð, fjölskyldutilboð o.fl. Athugið það verður ekki posi á staðnum.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar vill sérstaklega fá fjölskyldur saman í sundlaugarfjörið.

Þjóðhátíðarkveðja, starfsfólk 17. júní hátíðar og Íþróttamiðstöðvar Dalvíkur.